Nafnaborðar Álmiðar Festur Karfa Leiðbeiningar Um Rögn

Gæði:

100% bómullareingirni, frá Egyptalandi, handtínt, kembt og eldhreinsað. Hvítt band er bleyjað klórlaust án sjónrænna lýsingarefna, hreinsað rafrænt, "merceriserað", gert gljáandi án þess að erta húðina, þakið vaxi, laust við skordýraeitur.

Allir aðrir litir eru lausir við þungmálma, formaldehýð, eiturefnalausir skv. stöðu vísindanna í dag, skv. bestu vitund og samvisku litaðir umhverfisvænum og "húðvingjarnlegum" litum. Litir okkar rauður 01 og blár 21 eru sérstaklega þvottaekta, litekta og þola suðu. Allir aðrir litir þola þvott allt að 80°C. Litir 04 og 14 eru úr 36% fjölliðu-Mylarfoliu og 64% viskósa í samræmi við reglur um vefjarefni.

Patent DBP 2531939

Leiðbeiningar um festingar með straujárni
(Á eingöngu við ef þér hafið pantað efni sem á að festa með straujárni):

Límið inniheldur pólýamíð.

  1. Athugið hvort efnið sem festa skal merkin á þolir straujun; þvoið gljáandi efni fyrst.

  2. Sýnið varkárni í meðferð gerviefna, silkis og blandaðra efna.

  3. Nafnamiðinn er straujaður á með því að þrýsta fast á með heitu straujárni, bómullarstilling (···), án gufu,; u.þ.b. 200°C, í að minnsta kosti 9 sekúndur, með u.þ.b. 200 g/cm². (Leggið nafnamiðann með stafina upp á staðinn sem festa á miðann á og þrýstið með fullum krafti á heitt straujárnið, hreyfið það fram og tilbaka og teljið hægt frá 1 til 10). Í erfiðum tilfellum er nauðsynlegt að leggja rakan klút milli straujárnsins og nafnamiðans til að vernda undirlagið gegn of miklum hita. Ef notaður er aukaklútur er nauðsynlegt að lengja tímann um u.þ.b. 20 sekúndur. Á teygjanleg, ofin efni er aðeins hægt að ná öruggri festu með því að teygja efnið; ef efnið er ekki teygt myndast brot.

    Ekki snerta! Látið kólna!

    Ef nafnamiðarnir losna af í þvotti er hægt að festa þá aftur með því að strauja aftur yfir þá.

  4. Ef þér eruð ekki viss um hvort strauja megi nafnamiðana á efnið eða ekki ráðleggjum við yður að sauma miðana frekar á. Gott ráð til að koma í veg fyrir að nafnamiðarnir renni til við saumaskapinn er að festa nafnamiðana með örstuttum þrýstingi með heitu straujárninu. Þegar pantaðir eru 100 nafnamiðar afhendum við 52 bönd með 2 nöfnum á og gerum þá ráð fyrir að umframmiðarnir séu notaðir til að prófa hvort hægt sé að strauja þá á. Nafnamiðar okkar eru eingöngu framleiddir úr bómullargarni í hæsta gæðaflokki og eru undir stöðugu gæðaeftirliti.Ef þvotta- og festingarleiðbeiningum er ekki fylgt fellur ábyrgð okkar niður.

    Takið eftir að nafnamiðar okkar eru sérframleiddir fyrir yður.

Þvottaleiðbeiningar:

Hægt er að þvo nafnamiða okkar með öllum venjulegum þvottaefnum og hægt er að hreinsa þá. Þeir þola þeytivindur og þurrkara, en eingöngu ætti að nota klór og klórblöndur sparlega. Nafnamiðarnir geta hlaupið ef þvottaleiðbeiningum okkar er ekki fylgt.

Lita- og þvottaþol skv. DIN 54000 ff:

Hvítt eða svart undirefni (litir 100, 102, 200 & 202), rauðir (litur 01) eða bláir (litur 21) stafir:

Litaþol einkunn 5
Vatnsþol (mikið álag) einkunn 4
Þvottaþol (þvottavél 95°C) einkunn 4
Sýruþol (súrt og alkalí) einkunn 4
Nuddþol (þurrt) einkunn 3 - 4
Litaþol einkunn 2 - 3
Klór- og bleikiþol (mikið álag) einkunn 4
Þvottur - Merki (vaskafat með 95°C)
Klór - Merki (þríhyrningur með Cl)
Strauja - Merki (straujárn með þrem punktum (···)
Hreinsun - Merki (hreinsitromla með A og P)

Allir aðrir stafa- og undirefnislitir

Litaþol einkunn 5
Vatnsþol (mikið álag) einkunn 4 - 5
Þvottaþol (þvottavél 80°C) einkunn 3 - 4
Sýruþol (súrt og alkalí) einkunn 4
Nuddþol (þurrt) einkunn 3 - 4
Litaþol einkunn 2 - 3
Klór- og bleikiþol (mikið álag) einkunn 1
Þvottur - Merki (vaskafat með 80°C)
Klór - Merki (þríhyrningur með Cl yfirstrikaður)
Strauja - Merki (straujárn með þrem punktum (···)
Hreinsun - Merki (hreinsitromla með A og P undirstrikuð)
  Hafa samband Senda póst